Sumarmótin 2014

Hugmyndin er að fara á 2 mót í sumar. Þau mót sem við stefnum á að fara með strákana á eru annars vegar Nikulásarmótið í Ólafsfirði sem er dagsmót þann 14 júní og hins vegar strandamót sem er líka dagsmót þann 13 júlí. Á Nikulásarmótið er hugsunin að fara með eldri strákana og því væri gott ef foreldrar mundu setja í komment hér fyrir neðan hvaða drengir vilja fara með.

Nánari upplýsingar um mótín koma þegar nær dregur en eins og áður segir væri gott að fá hugmynd um hvað margir mundu vilja vera með á Nikulásarmótinu þannig að við getum skráð lið á mótið þar.

Kveðja Sævar og AndriKnattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is