Leiða inná á morgun

KA tekur á móti Haukum á Akureyrarvelli á miðvikudaginn klukkan 19:15 í 13. umferð Inkasso deildarinnar. KA trónir á toppi deildarinnar með 29 stig á meðan Haukar sitja í því 10. með 11 stig.

Við í 8. flokk sjáum um að leiða leikmenn inná völlinn á morgun. Engin fjöldatakmörkun, heldur mætum við allir sem einn í gulu KA treyjunum okkar kl. 19:00 og styðjum svo okkar menn til sigurs í leiknum! Áfram KA!Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is