Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Hefjum æfingar á fimmtudaginn úti á KA
Hefjum æfingar aftur á fimmtudaginn skv. plani en nú úti á KA velli. Æfum þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:00.
Þannig æfum við þangað til að sumaræfingar hefjast 6. júní en þá komum við til með að æfa mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:00.
Að auki verður breyting á hópaskiptingu á æfingum og bið ég ykkur foreldra að kynna ykkur þetta vel:
Gulur hópur: Stelpur fæddar 2012
Blár hópur: Strákar fæddir 2012
Grænn hópur: Strákar og stelpur fædd 2013 og 2014
Við viljum vinsamlegast biðja ykkur um að hjálpa okkur þjálfurum við að kenna krökkunum þessa hópaskiptingu. Hún kemur til með að hjálpa okkur mikið við frekari hópaskiptingu inná æfingunum. Þó skulum við alveg gefa okkur nokkrar æfingar til þess að slípa þetta kerfi til.
Í sumar er stefnan sett á að fara á tvö mót:
Annarsvegar Strandarmótið sem verður haldið á Árskógsvelli í Dalvíkurbyggð dagana 21.-22. júlí.
Hinsvegar Curiomótið sem verður haldið á Húsavíkurvelli á Húsavík 26. ágúst.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA