Frí eftir Strandarmót

Takk allir fyrir frábært Strandarmót á laugardaginn. Flott barátta, leikgleði, samspil og taktar einkenndu okkar leik á mótinu. Það fór ekki framhjá neinum að okkar krökkum hefur farið mikið fram. 

Við lærum heilmikið með því að taka þátt á svona mótum. Framfarir hreinlega frá fyrsta leik og yfir í þann síðasta voru oft á tíðum ótrúlegar.

Að venju gefum við frí á mánudegi eftir mót. Við sjáumst því hress á þriðjudaginn skv. plani :) 

kv. þjálfararKnattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is