Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Æfingar í september og flokkaskipting
Allir flokkar æfa úti á KA-velli í september. Í kjölfarið verður æfingapása 1.-15. október hjá yngriflokkum KA áður en æfingar hefjast inni í Boganum.
Septemberæfingatafla tekur gildi þriðjudaginn 5. september. Flokkaskipting á sér stað á sama tíma. Þá fer 2011 árgangurinn allur upp í 7. flokk. 8. flokkur verður þá fyrir börn fædd 2012, 2013 og 2014.
Bjóðum nýja iðkendur velkomna :)
Það er að sjálfsögðu velkomið að koma á 1-2 æfingar og prófa. Við viljum þó biðja foreldra (sérstaklega yngstu barnanna) að vera vel á tánum á hliðarlínunni og hjálpa til svona fyrst um sinn. Það er alveg í boði fyrir þá sem eiga börn fædd 2014 að koma og vera með inná æfingunni og hjálpa sínu barni að fóta sig í nýrri íþrótt. Þegar að barnið er síðan búið að læra hvað það þýðir að æfa fótbolta (hlusta á þjálfarann og fylgja reglunum) þá biðjum við foreldra að stíga af vellinum og gefa okkur smá svigrúm "sleppa takinu." Það er þó alltaf velkomið að standa fyrir utan völlinn og fylgjast með.
Kveðja þjálfarar
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA