Æfingar byrja aftur

Æfingar byrja aftur eftir stutt vorfrí í dag þriðjudaginn 20 maí.  Æfingarnar verða á KA-svæðinu þannig að það er mikilvægt að krakkarnir séu klæddir eftir veðri.  Æfingarnar verða eins og áður kl. 16.15.

Sumardagskráin hefst síðan þriðjudaginn 10 júní en þá fjölgar æfingum og verða æfingar fjóru sinnum í viku eða mán-fim og byrja þær 16.30.  Við gerum ekki þá kröfu að krakkarnir mæti á allar æfingar en nauðsynlegt er að fjölga æfingum þar sem reynsla síðustu ár er sú að það hefur fjölgað mikið í flokknum yfir sumartíman og því er nauðsynlegt að fjölga æfingum til móts við það.

Kveðja

Sævar og Andri



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is