Endum sumarið með stæl!

Þriðjudaginn 26. ágúst þá slúttum við sumrinu. Líkt og venjulega byrjum við kl. 16:15 en verðum til a.m.k. 17:30.

Stelpurnar munu fá KA-búning til að vera í á æfingunni/mótinu og munu stelpurnar sem eru fæddar 2008 og 2009 spila ágætlega mikið en æfingin verður með hefðbundnu sniði hjá stelpunum sem eru fæddar 2010.

Þegar það er búið þá verður andlitsmálning og pylsur handa stelpunum.

Líklega verða bara KA-stelpur en Þórsarnir fengu einnig boð um að koma sem þær eiga eftir að svara.

Þátttökugjald í þessa skemmtun er 500 kr.

Fram að þessu þá eru þrjár æfingar eftir:
þri 19. ágúst: 16:15-17:00 
fim 21. ágúst: 16:15-17:00
mán 25. ágúst: 16:15-17:00

Eftir þetta tökum við stutta æfingapásu og hefjum æfingar aftur í annari viku í september. Nánari upplýsingar um veturinn kemur inn von bráðar.

Vonumst til að sjá sem flestar,

kv. Alli, Harpa og Rakel! 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is