Byrjum inni 24. sept

Við byrjum inni í gamla judosalnum miðvikudaginn 24. september kl. 16.15.

Þær stelpur sem hafa mætt á æfingar hafa staðið sig mjög vel.

Við tökum alltaf vel á móti nýjum stelpum sem finnst skemmtilegt að fara í leiki, gegnum þrautabrautir og sparka í bolta.

Verðum inni hér eftir. Það er þæginlegast fyrir stelpurnar að vera í íþróttaskóm en það gengur einnig upp að vera í sokkum eða á tánum.

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is