Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Æfingar í ágúst
11.08.2014
Næstu tvær vikur (11.-24. ágúst) munum við æfa á okkar tíma:
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:00.
Við stefnum á að hafa lítið mót í lok ágúst sem við spilum innbyrðis og eftir það verður pylsuveisla og andlitsmálning. Það yrði einnig smá lokahóf flokksins en í september þá færast stelpurnar sem eru fæddar 2008 í 7. flokk. Stelpurnar sem eru fæddar 2009 og 2010 verða áfram í 8. fl í vetur.
Við vonumst eftir að sjá sem flestar á æfingum í ágúst! Bæði þær sem hafa verið duglegar í sumar og þá eru nýjar stelpur alltaf velkomnar á æfingar.