Frí 1. maí - Símamótið 2018

Frí verður frá æfingum þriðjudaginn 1. maí. Síðasta æfing í Boganum í vetur fyrir Stefnumót KA um næstu helgi verður á fimmtudag. Vorfrí tekur svo við eftir Stefnumótið og hefjast æfingar aftur 24. maí.

Foreldrafundur fimmtudaginn 3. maí kl. 18.00 í KA-heimilinu

Foreldrafundurinn er ætlaður þeim sem eiga stelpu fædda árið 2010. Fundurinn er haldinn til þess að upplýsa foreldra og skipuleggja þátttöku okkar. Nýlega hófst skráning inn á Símamótið í Kópavogi dagana 12.-15. júlí í sumar. Þetta er lang stærsta mótið fyrir þennan aldursflokk og var mikil ánægja með þátttöku okkar í fyrra. Frumraun okkar var síðasta sumar og ákváðum við að fara með eldra árið á mótið. Allar 18 stelpurnar á eldra árinu yfir veturinn fóru á mótið og gekk afar vel.Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is