Árleg myndataka

Árleg myndataka
Boltakistan í 6. og 7. flokk kvenna

Við ætlum að fá allar stelpur sem eru að æfa til að mæta í gulu á morgun á sínum æfingatíma í 6. og 7. flokk. Teknar verða einstaklingsmyndir, hópmynd og stefnan sett á að merkja boltakistuna okkar í bak og fyrir. Þetta er fyrst og fremst gert til gamans fyrir stelpurnar en hefur einnig nýst vel þegar lið eru tilkynnt fyrir mót auk þess sem það hjálpar foreldrum og stelpunum að þekkja nöfn allra í flokknum.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is