Valgreiðsla vegna KA-rútu

Bréf til foreldra í 6. og 7. flokk vegna KA rútu

Góðan dag,

Eins og öllum er kunnugt fór KA af stað með rútuferðir fyrir 6. og 7. flokk, úr frístund og í Bogann til að sækja æfingar. Verkefnið var í fyrstu styrkt af Akureyrarbæ og brúaði KA bilið með öðrum fjáröflunum s.s. bingó og Stefnumóti. Styrkur Akureyrarbæjar var einungis veittur fyrsta árið og í ár var ekki sóst eftir styrk frá bænum, enda vitað að hann fengist ekki aftur. Öðrum fjáröflunum hefur verið haldið áfram og gengið mjög vel. Niðurstaðan er hins vegar sú að ekki hefur náðst að klára fjármögnun með þeim hætti. Megin ástæða þess er að kostnaður hefur aukist verulega vegna fjölda iðkenda sem nýta sér rútuna og höfum við m.a. þurft að bæta við rútu, sem er mjög ánægulegt. J

Í haust var tilkynnt á foreldrafundi að líklega yrðu sendir út greiðsluseðlar í heimabanka forráðamanna 6. og 7. flokks ef tilefni stæði til. Nú er komið að því að senda út valgreiðslu til þín að fjárhæð 5.000 kr. ef þú hefur tök á að styðja við rekstur KA rútunnar, væri það mjög vel þegið. Ef ekki þá er það í góðu lagi líka. Við viljum ekki að rukka beint fyrir notkun rútunnar, heldur fjármagna hana með fjáröflunum sem Yngriflokkarnir standa fyrir og brúa svo bilið með frjálsum framlögum í gegnum valgreiðslur í heimabankanum.

 

Fyrirfam þakkir og KA kveðja

Yngriflokkaráð KA



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is