Helstu upplýsingar fyrir Króksmótið

Hæ hæ

Við erum enn að bíða eftir leikjaplaninu en það hlýtur að fara að detta inn:)

Það er samt sem áður komið í ljós að A- og C-lið byrja að keppa kl 9 á laugardagsmorgninum og B- og D-lið byrja kl 11:40.

KA1 er að spila í A liðum þannig að þeir byrja kl:9

KA2 og KA3 spila í B liðum þannig að þeir byrja kl:11:40

KA4 og KA5 spila í C liðum þannig að þeir byrja að keppa kl:9

KA 6, KA7 og KA8 spila í D liðum þannig að þeir byrja kl 11:40.

Nákvæmt leikjaplan hlýtur að fara að detta inn;)

Samlokumál eru klár.. 2 samlokur á laugardag og 1 kókómjólk/Hleiðsla og 1 samloka á sunnudag og 1 kókómjólk/Hleðsla.. þannig að þið megið endilega koma með fleiri drykki handa ykkar dreng eða bara nýta vatnið. Það verður svo vöfflukaffi upp í skólanum eftir kvöldvökuna.

Þeir gista í Fjölbrautaskólanum, efri hæð.

Það er einhver rigning í loftinu þannig að endilega hafa nóg af auka fötum.

Hér er það helsta sem þarf að koma með:

 

- Dýna / vindsæng – sæng/svefnpoki, lak, koddi
- Tannbursti og tannkrem
- Handklæði og sundföt+sundpoki/bakpoki
- Náttföt
- Nærföt
- Auka föt og auka sokkar
- Keppnisföt – KA-stuttbuxur, gulir sokkar. Þeir fá KA treyjur
- Takkaskór – legghlífar-vatnsbrúsi
- Klæðnaður eftir veðri- hlý föt
- Teppi undir vindsæng- svo það ískri ekki í þeim
- Spil-blöð eða annað til afþreyingar.
- Dýnupumpur þeir sem eiga.
- Hollt og gott nesti.
MUNA AÐ MERKJA ALLT MJÖG VEL!!!
-Fótboltaspil/möppur og tölvuspil eru ekki leyfð og er nammi og gos er á bannlista
 
Foreldrar verða að sjá til þess að koma drengjunum fyrir í skólanum, hafa keppnisföt, sundföt og utanyfir föt tilbúin. Of mikið fyrir farastjórana að þurfa að pumpa í allar vindsængurnar... viljum nú ekki hafa þau alveg vindlaus alla helgina hóhóhó;)

Foreldrar verða að vera sýnilegir og hjálpa til á milli leikja. Gott ef að einhverjir pabbar vilji taka að sér sundferðina því það er mjög erfitt fyrir kvk fararstjórana að geta ekki farið með þeim í klefa því það eru svo fáránlega margir í sundi í einu

Þeir sem ætla að gista taka við liðunum eftir kvöldmat og hjálpa til við að koma þeim í ró

Ég vil ítreka skilaboðin frá fararstjórunum að koma með teppi með til að setja undir vindsængina svo að það ískri ekki í þeim. Einnig vil ég benda á að ÖLL FÓTSBOLTASPIL ERU BÖNNUÐ, geyma möppuna heima.

En er einhver sem vill fá að gista í skólanum í kvöld? Hann er ekki opinn þannig að ég þarf að fá að vita það svo ég geti látið opna hann fyrir okkur.

Bkv

Martha

 





Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is