Handbók Norðurálsmótsins uppfærð

Á heimasíðu ÍA hefur Handbók Norðurálsmótsins verið uppfærð með öllum upplýsingum varðandi gistingu, tjaldsvæði, keppnina sjálfa ásamt kortum af svæðinu og leiðbeiningum.

Við gistum í Brekkubæjarskóla, sem er fjær keppnissvæðinu. Tjaldsvæði KA verður á Kútterflötinni. Við höfum óskað eftir því að fá að komast í skólann á fimmtudagskvöld og látum ykkur vita um leið og svör berast. 

Mótið hefst á skrúðgöngu föstudaginn 10. júní kl. 11 og mæting er við bæjarskrifstofurnar (á móti Krónunni). Mótssetning er í Akraneshöll kl. 12 og keppni hefst svo kl. 13. Ekki er gert ráð fyrir morgunmat né hádegismat á föstudeginum og því er gott að taka með nesti fyrir hvern dreng áður en keppni hefst. Liðsstjórar taka svo til nesti fyrir sín lið til þess að hafa á milli leikja. 

Ganga þarf frá skólastofum á sunnudeginum fyrir kl. 11 og viljum við biðja foreldra að koma og aðstoða sína drengi að ganga frá.

Gátlisti kemur á morgun :)

Ef þið hafið einhverjar spurningar er velkomið að hringja í Höllu (liðsstjóri í A-liði) í síma 661-3684

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is