Foreldrafundur vegna Norðurálsmótsins.

Sæl og heil 

Foreldrafundur í KA heimilinu kl. 20:30 á sunnudaginn (14. júní) v/Norðurálsmótsins. 

Erum með 6 lið skráð og yfir 50 drengi. 

Liðin verða kynnt á fundinum, liðstjóralottóið sívinsæla, PubQuiz úr handbókinni, talning húsbíla, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og appelsínugulra tjalda ofl. ofl. 

Vinsamlegast mætið tímanlega til að tryggja ykkur sæti :) 

Það þarf vart að tíunda það frekar en þetta er skyldumæting per skráðan dreng á mótið.

Heyrumst og sjáumst á sunnudaginn

mbk

foreldraráð  



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is