Ógreitt mótsgjald og praktískar upplýsingar

Update 08.08.2015 kl. 22:38

Núna hefur verið greitt þátttökugjald fyrir 91% af keppendumum og viljum við hvetja þessi 9% til að ganga í verkið hið snarasta í fyrramálið (núna) - á undan morgunmatnum og Fréttablaðinu! Þeir taka þetta til sín sem eiga það - þökkum þeim sem hafa greitt. 

Þátttökugjald er kr. 10.000 og greiðist inn á 0162-05-260296 kt: 490101-2330 og setja nafn drengs í skýringu. Gífurlega mikilvægt að setja nafn barns í "Stutta tilvísun" (7 stafa) til að auðvelda okkur vinnuna við að tengja börn við greiðslur... einnig stórminnkar það álagið á íslendingabók.is, ja.is, facebook.com og Tinder-appið. 

Innifalið í þessu er keppnisgjaldið morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardegi. Morgunmatur á sunnudegi og grillveisla á sunnudegi. Og auðvitað vöfflukaffi á laugardagskvöldi. Og sund.

Sauðkræklingar eru að vinna í því að setja mótið upp og má búast við því mótafyrirkomulagið detti inn fyrr en síðar - sjá það hér - einnig liggur fyrir að KA-drengirnir gista og verður í Árskóla (grunnskólanum) - sjá hér.

--- Það er komið á hreint að B,C og E lið 7. flokks spila fyrir hádegi á laugardegi og A og D þurfa því ekki að vera mætt fyrr en um kl. 11 á laugardeginum ---

Minnum á að foreldrar nesta og fóðra hver sinn dreng um helgina milli leikja (fyrir utan þær máltíðir sem fylgja mótinu:)). Minnum á vöfflukaffið sem verður í KA hópnum eftir kvöldskemmtunina á laugardagskvöldið - sjá dagskránna hér.

Drengirnir keppa í sínum treyjum - en ef treyjur vantar þá vinsamlegast hafið samband við þjálfara.

Meðfylgjandi er staðlaður gátlisti fyrir mót sem gott er að hafa við hendina þegar pakkað er niður...

Afþreyingarefni

  • Bók
  • Eitthvað í bílinn
  • Skemmtileg spil (ekki fótboltamyndir/spjöld/möppur)

Klæðnaður

  • Buxur
  • Félagsgalli
  • Hlý peysa
  • Húfa
  • Nærföt
  • Náttföt
  • Regn og vindgalli
  • Sokkar
  • Vettlinga

Keppnisútbúnaður

  • Keppnistreyja
  • Keppnissokkar
  • Legghlífar
  • Stuttbuxur
  • Takkaskór
  • Vatnsbrúsa

Annar útbúnaður

  • Dýna / Vindsæng (Einbreiðar vindsængur og dýnur sem brakar í óæskilegar;))
  • Handklæði og sundföt
  • Sundpoka
  • Koddi
  • Sæng (svefnpoki) 
  • Tannbursti og tannkrem

Annað Allur búnaður, hver einstök flík, skal vera mjög vel merkt með nafni, síma og félagi. Allur farangur á að vera í tösku ekki í plastpokum. Raftæki, sælgæti og gos bannað.

Ekki má gleyma góða skapinu!

Það er svo frí á æfingu á morgun hjá strákunum.

mbk

Foreldraráð og þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is