BAKSTUR FYRIR JÓLABINGÓ KA

Sæl,

Þann 22. nóvember næstkomandi ætlar Yngriflokkaráð að halda jólabingó í Naustaskóla sem er aðallega hugsað til að fjármagna rútuferðirnar, en jafnframt er markmiðið að gera eitthvað skemmtilegt saman og njóta þess að tilheyra KA.
 
Jólabingó er gömul hefð sem var hætt og við viljum endurvekja. Yngriflokkaráð hefur beðið okkur foreldra um að sjá um bakstur og hefur verið ákveðið að drengjaflokkarnir komi með eitthvað sætt s.s. rjómakökur, smákökur o.þ.h.
 
Þar sem flest okkar hafa notið góðs af rútuferðunum er ég að vona að þið takið vel í þetta og hjálpið til ásamt því að við fyllum Naustaskóla þann 22. nóv og söfnum vel til að halda rútuferðum áfram.
 
Hægt er að senda skrá sig hérna fyrir neðan eða með að senda email á joiherm@gmail.com hvort og hvað þið getið komið með á jólabingóið. Skilafrestur er föstudagur 13. nóv.
 
Áfram KA
kveðja foreldraráð 7.fl karla
 
Einnig vantar okkur foreldra til að starfa á bingóinu í eldhúsi, afgreiðslu o.þ.h. ca. 10-14 manns væri frábært. Áhugasamir mega endilega senda tölvupóst á yngriflokkarad@gmail.com 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is