Upplýsingar um bíóið

Laugardaginn 8. mars kl. 11.00 í Borgarbíó ætlum við á Hr. Píbody og Sérmann. Það er þó gott að miða við að vera mætt a.m.k. 10:50. 

Það kostar 1000 kr á haus fyrir miða, lítið popp og lítið kók. Ekki er hægt að breyta þessu tilboði. Þannig að allt gangi hratt og vel fyrir sig í miðasölunni biðjum við alla um að koma með 1000kr í seðlum.

Sýningin er fyrir krakkana í 6. og 7. flokk KA í knattspyrnu.

Æskilegt er að nokkrir foreldrar úr hverjum flokk komi með og þá eru systkini og vinir velkomin með, sama gjald er fyrir alla.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is