Að halda bolta á lofti er frábær tækniæfing sem stelpurnar geta æft sig hvar sem er svo framarlega sem þær hafa bolta. Sérstaklega er mælt með að stelpurnar æfi sig í að halda bolta á lofti með rist.
Með aukinni færni í að halda bolta á lofti þá fá stelpurnar betri tilfinningu fyrir boltanum sem er mikill kostur í fótbolta.
Til að byrja með þá þarf mikla þolinmæði þar sem það tekur langan tíma að ná smá tökum á að halda bolta á lofti. Það hefur þó sýnt sig að með æfingu þá koma framfarnir hægt og rólega.
Flokkurinn ætlar í áskorun út sumarið. Hún er þannig að ef 10 stelpur ná 10 að halda bolta á lofti með rist án þess að hann snerti jörðina fer flokkurinn í ísferð í lok sumars. Þjálfarar þurfa að sjá þegar stelpan nær 10 eða að fá sent video af afrekinu.
Ef stelpurnar ná 20 stigum þá verður gistikvöld í verðlaun. Fyrir hverja stelpu sem nær 10 að halda á lofti er 1 stig. Fyrir að ná 20 að halda á lofti bara með rist fást 2 stig. Þær sem hafa því náð 10 geta unnið inn aukastig fyrir hópinn með því að ná 20.
Hópurinn er komin með 18 stig.
Þær sem hafa náð 20 - 2 stig:
Ísabel Stefánsdóttir
Rósa María Hjálmarsdóttir
Aníta Ingvarsdóttir
Rósa María Hjálmarsdóttir
Þær sem hafa náð 10 - 1 stig:
Ísabel Stefánsdóttir
Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir
Rósa María Hjálmarsdóttir
Marsibil Stefánsdóttir
Bríet Fjóla Bjarnadóttir
Aníta Ingvarsdóttir
Embla Mist Steingrímsdóttir
Ragnheiður Sara Steindórsdóttir
Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir
Guðrún Dóra Erlingsdóttir
Ísey Ragnarsdóttir
Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
Stefani Gusic
Dagmar Júlíana Guðnadóttir