Upplýsingar - Hnátumót (uppfært)

Skoða hverjar eru feitletraðar. Þær eru komnar nýjar inn eða í nýtt lið.

Á fimmtudaginn er Hnátumót KSÍ á Dalvík. Við lítum á þetta sem gott æfingamót til að stelpurnar fái spilreynslu sem og flott að allur hópurinn eigi saman góða stund á Dalvík áður en haldið er á Símamót í næstu viku. Liðin sem taka þátt á mótinu eru við, heimastúlkur í KF/Dalvík, Tindastóll og Völsungur. KSÍ raðaði þó þannig í riðla að það er mjög misjafnt á móti hvaða liðum hvert spilar. Það er t.d. einn riðill með fjórum KA-liðum og einu liði frá KF/Dalvík. En þar sem þetta er æfingamót þá látum við það ekkert á okkur fá.

Mæting á Dalvíkurvöll en það stendur við hvert lið hvenær það á að mæta. Ekki eru liðstjórar á þessu móti og því mikilvægt að foreldrar passi að stelpurnar séu mættar á réttan völl á réttum tíma. Um að gera að hvetja þær að hita upp fyrir leiki til að fá einbeitinguna á leiki. Koma í KA-búning, stuttbuxum, fótboltasokkum og með legghlífar. Um að gera að taka með sér brúsa því vonandi verða þær þyrstar eftir að hafa verið duglegar á vellinum.

C-lið
Leikjaplan

KA 1 (mæting kl. 12:30): Aníta Ruth, Ásta María, Bríet Hólm, Brynja, Sólveig Anna, Viktoría Sól og Hilma Dís.

KA 2 (mæting kl. 12:30): Áslaug Ýr, Bjarney Hilma, María Katrín, Máney, Melkorka, Linda Björk og Sigrún María.

KA 3 (mæting kl. 12:30): Stella, Dagbjört, Júlíetta, Emma Bríet, Lilja Mist, Ingunn og Kamilla Rún.

KA 4 (mæting kl. 13:20): Emilía, Rakel Elva, Lovísa, Lilja Mekkín, Arna Dögg, Aldís Eva og Þórunn.

A-lið
Leikjaplan

KA 1 (mæting kl. 12:30): Amalía Árna, Bríet Jóhanns, Heiðrún, Katla, Harpa Hrönn, Nadia og Kolfinna.

KA 2 (mætign kl. 12:30): Amalía Björk, Elín Rósa, Helga Dís, Herdís Agla, María Björg og Rut Marín.

B-lið
Leikjaplan

KA 1 (mæting kl. 13:00): Aþena Mjöll, Emma Ægis, Helena, Elín Birna, Sonja Lí, Friðrika Vaka og Tinna Mjöll.

KA 2 (mæting kl. 13:00): Eva Hrund, Nína Rut, Alís, Karen Dögg, Tinna Vals, Hólmdís og Lilja Björk.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is