Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Pæjumótið á Sigló
Við ætlum að bjóða upp á aukamót á Siglufirði 8.-9. ágúst.
Ástæðan er að það er dræm skráning í 6. fl mótið á Siglufirði og báðu mótshaldarar okkur að athuga hvort væri áhugi hjá einhverjum stelpum að koma frá KA. Þetta verður þó eflaust skemmtilegt en líklegt er að það verður einn styrkleiki með 5-8 liðum.
Ef einhverjar hafa áhuga þá er kostnaður 10.000 kr + mögulega einhvern sameiginlegur kostnaður við nesti en það verður skoðað þegar við vitum hvernig skráningin er. Skráning fer fram á alli@ka.is.
7. flokkur fer einnig á mótið og verður því stór hópur KA á mótið.
Sunnudaginn 16. ágúst þá fer eitt lið frá okkur á Vopnafjörð og spilar þrjá leiki. Ástæðan afhverju fer bara eitt lið þangað að það var bara úrslitakeppni A-liða í Hnátumótinu (mótið sem við fórum á Húsavík fyrr í sumar). Þær sem voru valdar í þetta mót voru Ísabella Júlía, Lana Sif, Gréta Þórey, Sigrún Rósa, Ída Katrín, Gógó, Ísabella Nótt og Iðunn.
Laugardaginn 22. ágúst fer fram Kiwainsmótið á Húsavík sem er dagsmót og jafnframt síðasta mót sumarsins.
Við bjóðum því upp á flotta dagskrá í ágúst.
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA