Liðin, leikir og ýmislegt gagnlegt fyrir Stefnumótið

Á mótinu er spilað með það fyrirkomulag að það eru fimm inná (einn í marki og 4 útispilarar). Liðstjóri sér um að númera alla leikmenn 1,2,3,4... o.s.frv. það er síðan röðin í markmannsstöðuna.

Þátttökugjald er 2000 kr og innifalið eru leikir, verðlaunapeningur og pizza. Liðstjóri safnar pening fyrir sitt lið saman og kemur til mótstjórnar eða þjálfara.

Það verða margir stuttir leikir þar sem leikirnir verða flautaðir af á sama tíma á öllum átta völlum. Þetta er gert til að tímasetningar standist.

Það er því mikilvægt að hvert lið sé tilbúið á réttum tíma á réttum velli þannig að leikirnir byrji á réttum tíma. Liðstjóri sér um þetta sem og upphitun fyrir fyrsta leik.

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1EvMLhShitWqYbk1dG8i4j5w3il2R_27AETnMtP4PIUc/edit?usp=sharing

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1YPHGCjhiBhAQpOuzaRfddY7WWT4gZogRK8-_E9YLB1c/edit?usp=sharing

Í 6. og 7. fl er miðast við að hvert lið spilar fimm leiki og spila því liðin ekki endilega við öll liðin í sínum styrkleika. Ekki verða skráð niður úrslit enda er leikgleðin og frammistaðan sem skiptir máli frekar en úrslitin á þessu móti. Hver leikur er 1x10 mín þar sem þeir eru flautaðir af á sama tíma þannig tímasetningar standast.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is