Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Ísferð í dag
Nú hafa 10 stelpur sýnt frammá það að þær geti haldið bolta á lofti bara með rist 10 sinnum.
Þetta eru þær:
Rósa, Katla, Hólmdís, Nadía, Harpa, Margrét, Kolfinna, Aldís, Tinna og núna síðast hún Nína sem bætti metið sitt á mánudagsæfingunni og náði að halda á lofti 10 sinnum.
Enn eru margar mjög nálægt þessu og margar búnar að bæta metið sitt helling síðan að við fórum af stað með þetta markmið í upphafi sumars.
Nú er því ekki annað hægt en að standa við stóru orðin og bjóða öllum stelpum í flokknum í ísbúð.
Hittumst uppí KA í dag á æfingartíma 16:00 og röltum saman í Ísgerðina Kaupangi. Það þarf ekki að taka pening með sér heldur er góða skapið alveg meira en nóg.
Í öðrum fréttum þá sigruðu okkar lið í 6. kvenna báða riðlana (A og B riðil) í úrslitakeppni Íslandsmótsins NL/AL. Heldur betur glæsilegur árangur það!
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA