Hagnýtar upplýsingar fyrir Goðamótið

Sæl öll, leikjaplanið fyrir Goðamótið er ekki enn komið svo að við bíðum með að tilkynna liðin þangað til. Hérna eru þó ýmsar hagnýtar upplýsingar sem gott er að renna yfir. Planið er að spila 2x10 mínútur þar sem hvert lið ætti þá að fá í kringum 160 mínútur í spilatíma yfir alla helgina.

Líklegt tímaplan fyrir fótboltann er kl. 16-19 á föstudag, 9-16 á laugardag og 9-13 á sunnudag.

Vekjum athygli á því að öll neysla matar og drykkja (annars en vatns) er bönnuð inni á gervigrasinu. Minnum á að bílastæði eru við báða enda Bogans.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is