Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Flottur dagur
Við þjálfarnir viljum þakka stelpunum og foreldrunum fyrir mótið. Foreldrarnir stóðu sig vel á hliðarlínunni og að hjálpa til við ýmis störf líkt og setja upp velli, stjórna leikjum, safna saman greiðslum, næra stelpurnar og að allar séu á réttum stað á réttum tíma. Að loknu móti tók Bogga mamma Sigrúnar í 7. fl búningana og þvær þá. Þannig eins og þið sjáið þá eru þetta mörg verk en þegar margir hjálpast að þá er þetta ekkert mál. Takk kærlega fyrir þetta allt.
Í heildina stóðu öll liðin sig vel og erum við á því að margar hafa bætt sig talsvert í vetur. Æfingasókn og dugnaður er lykilatriði ef framfarir eiga að verða. Það sem af eru þessu ári þá hefur verið nokkuð stöðugur fjöldi hjá okkur á æfingum um 14-18 sem er betra en fyrir áramót. Síðasta fimmtudag mættu 23 stelpur sem þýddi mikla gleði hjá stelpunum því við vorum búnir að lofa þeim íspinna ef það myndu mæta fleiri en 20 stelpur á sömu æfinguna.
Við vonum að stelpurnar verði áfram duglegar að æfa.
kv. Alli og Ásgeir
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA