Fjáröflun - Dósasöfnun

Foreldraráðið hefur fengið leyfi hjá KA að 6.flokkur fari í dósasöfnun núna næstu daga fyrir Símamótið. Planið er að 2-3 stelpur fari saman og safni dósum og foreldrar aðstoði þær svo við að koma dósunum í endurvinnslu. Foreldrar leggja söfnunarpeninginn inn á reikning 0162 05 260314 kt. 490101 2330 og senda nöfn liðsins og upphæð í facebook skilaboðum til Helgu Bjargar þannig að hún geti merkt peninginn stelpunum. Peninginn þarf að leggja inn í síðasta lagi mánudaginn 9.júlí þar sem söfnunarpeningurinn fer í frádrátt á gjaldi Símamótsins fyrir hverja stelpu fyrir sig. Við viljum biðja ykkur að setja hér inn hvaða 3-4 götur stelpurnar ætla í þannig að við séum ekki að fara á sömu staðina. Það er ekki skylda að taka þátt en þetta er skemmtileg leið fyrir stelpurnar að taka sjálfar þátt í því að safna sér upp í keppnisferð. Það eru nokkrar stelpur sem eiga enn eftir ónotaða inneign síðan í fyrra fyrir foreldravaktir á Greifamótinu. Mun sú inneign einnig dragast frá Símamótsgjaldinu.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is