Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Ánægjuleg helgi - frí á þriðjudaginn
Takk fyrir helgina!
Það var mjög gaman að þjálfa öll liðin um helgina enda duglegar stelpur sem eru að æfa hjá okkur.
Við tökum frí á þriðjudaginn og verður því næsta æfing á fimmtudaginn.
Við þjálfarnir viljum þakka öllum sem voru liðstjórar og létu allt ganga upp utanvallar og þá helst Ingvari Gísla sem sá um allt utanumhald fyrir utan fótboltann sjálfan. Okkur sýnist að foreldrahópurinn sé öflugur sem er mjög mikilvægt til að búa til góða umgjörð í kringum hópinn.
Við vonumst til að Goðamótið sé hvatning fyrir stelpurnar að leggja enn harðar að sér og verði duglegar úti í fótbolta í góða veðrinu. Það er okkar reynsla að þær stelpur sem fara einnig í fótbolta utan vallar taki að jafnaði mestum framförum og er það því í höndum stelpnanna hversu góðar þær vilja vera.
Næsta planaða verkefni er Stefnumótið í Boganum laugardaginn 3. maí sem að KA heldur. Þjálfari Völsungs bauð okkur einnig til Húsavíkur og stefnum við að fara þangað í apríl eða maí.
kv. Alli og Ásgeir
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA