Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Valgreiðsla fyrir KA rútu
Bréf til foreldra í 6. og 7. flokk vegna KA rútu
Góðan dag,
Eins og öllum er kunnugt stendur KA fyrir rútuferðum fyrir 6. og 7. flokk, úr frístund og í Bogann til að sækja æfingar.
Tvær öflugar fjáraflanir voru haldnar fyrir áramót með flottu Stefnumóti og einnig var fjölmennt bingó í Naustakskóla. Það er þó ljóst að enn vantar uppá til að dekka kostnað við rútuna eins og vitað var fyrirfram enda margir sem nýta sér þessa þjónustu og eru því sex rútuferðir farnar á hverjum degi sem er mjög jákvætt.
Í haust var tilkynnt á foreldrafundi að líklega yrðu sendir út greiðsluseðlar í heimabanka forráðamanna 6. og 7. flokks ef tilefni stæði til. Nú er komið að því að senda út valgreiðslu til þín að fjárhæð 5.000 kr. ef þú hefur tök á að styðja við rekstur KA rútunnar, væri það mjög vel þegið. Ef ekki þá er það í góðu lagi líka. Við viljum ekki að rukka beint fyrir notkun rútunnar, heldur fjármagna hana með fjáröflunum sem Yngriflokkarnir standa fyrir og brúa svo bilið með frjálsum framlögum í gegnum valgreiðslur í heimabankanum.
Fyrirfam þakkir og KA kveðja
Yngriflokkaráð KA
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 18.01.2021 Myndaveisla frá sigri KA á Álftanes
- 17.01.2021 Heimaleikur hjá stelpunum í dag
- 17.01.2021 Þór/KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu
- 16.01.2021 Spennusigur KA/Þórs á Ásvöllum
- 16.01.2021 Frábær sigur strákanna í Mosó