Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Suðurferð á morgun!
Ferðaplan helgarinnar!
Föstudagur:
16:00 - Mæting uppí KA
16:30 - BROTTFÖR
Kvöldmatur í Staðarskála þar sem strákarnir snæða sér á hamborgara og frönskum eða samloku og frönskum og auðvitað gos með.
Ef strákarnir vilja taka eitthvað með sér að narta í (hollt og gott) í rútunni á leiðinni suður þá er það í góðu lagi.
22:00 Komið sér fyrir á gististaðnum en þeir gista í Þróttheimum
Á laugardag og sunnudag fá strákarnir morgunmat, súrmjólk, mjólk, cheerios og ávexti. Þeir fá síðan hressingu fyrir leikina og eftir þá :)
Kvöldmaturinn á laugardagskvöldinu verður á Shake&Pizza í Egilshöllinni en þar verður pizzahlaðborð og nóg fyrir alla að borða. Horft verður á úrslitaleikinn í meistaradeildinni á meðan snætt er.
Kvöldmaturinn á sunnudeginum er ekki alveg ákveðinn, en það verður eitthvað gott.
Hér fyrir neðan er gátlisti sem gott er að fara eftir þegar er pakkað niður.
Klæðnaður
Buxur
Félagsgalli
Hlý peysa
Húfa
Nærföt
Náttföt
Hlý föt
Sokkar
Vettlinga
Keppnisútbúnaður
Keppnissokkar
Legghlífar
Stuttbuxur
Keppnistreyja
Takkaskór
Vatnsbrúsa
Annar útbúnaður
Dýna
Handklæði (strákarnir fara í sturtu eftir leikina)
Koddi
Sæng og koddi (svefnpoki)
Sundpoka
Svefnpoki eða sæng
Tannbursti
Tannkrem
Annað
Allur búnaður, hver einstök flík, skal vera mjög vel merkt með nafni, síma og félagi.
Allur farangur á að vera í einni tösku ekki í plastpokum.
Sælgæti og gos bannað.
Það er ennþá í gildi reglan með síma, spjaldtölvur og tölvur að það er ekki leyft í keppnisferðum!
Ekki má gleyma góða skapinu!
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA