Suðurferð á miðvikudaginn.

Sælir foreldrar/forráðamenn.

Farið verður með rútu til Reykjavíkur miðvikudaginn 12. júlí. Mæting í KA heimilið kl.09:15 og lagt verður af stað kl.09:30. Hádegismatur á Bifröst, lasagne.

Kvöldmatur á miðvikudagskvöldið: Kjúklingapasta á BK kjúkling. Stefnum á að fara í sund eftir matinn. 

Gisting á Hótel Cabin með morgunmat. 

Heimferð seinnipartinn á fimmtudaginn, nánari tímasetning kemur síðar. Það er verið að reyna að flýta leikjum.

Borðað á KFC eða Subway í Mosó á leiðinni heim. 

Kostnaður er 14.000 kr. Drengirnir þurfa að hafa með sér pening til að kaupa sér á KFC eða Subway á leiðinni heim, annars allt innifalið.

Þeir sem vilja nýta inneign sendið póst á birnarunarnarsdottir@gmail.com (2003 árg) og svavar@vordur.is (2004 árg), en svo má leggja inn á eftirfarandi reikning (og muna að senda póst um millifærsluna!)

Bankaupplýsingar fyrir 2003 árg : 0162-05-260357, kt. 490101-2330.

Bankaupplýsingar fyrir 2004 árg : 0162-05-260454, kt. 490101-2330.

Tékklisti:

  • Fótboltaskór

  • Legghlífar

  • Sokkar

  • Stuttbuxur

  • Keppnistreyja

  • Sundföt 
  • Handklæði
  • Tannbursti/tannkrem/Gel :-)
  • Aukaföt

Þar sem gist verður á Hótel Cabín þurfa strákarnir ekki að hafa sæng/dýnu með.

Bannað er að fara með síma eða spjaldtölvu, en leyfilegt að fara með mp3 eða Ipod spilara til að hlusta. Sælgæti einnig bannað. Strákunum er frjálst að hafa með sér nesti svo framarlega sem það er hollt og gott.

Það vantar 3 liðstjóra. það er einn búinn að bjóða sig fram.... Koma svo.

Það þurfa allir að vera búnir að ganga frá greiðslu fyrir suðurferð og bara að minna á að strákarnir þurfa að hafa með sér pening fyrir KFC/Subway ferðinni. 

Fyrir hönd foreldraráðs.

Fjóla

 

 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is