Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Suðurferð 29. - 30. apríl
Sælir foreldrar/forráðamenn
Farið verður með rútu til Reykjavíkur laugardaginn 29. apríl. Mæting í KA heimilið kl. 7 og lagt verður af stað kl. 7:15. Áætluð heimkoma á sunnudaginn er ca kl. 21. Kostnaðurinn við þessa ferð er kr. 12.500 og innifalið er eftirfarandi:
-
Máltíð í Borgarnesi á leið til Rvk.
-
Máltíð á Shake&Pizza og keila á laugardagskvöldið
-
Nesti á milli leikja - brauð, Hleðsla, kókómjólk, ávextir og bakkelsi
-
Gisting í Tónabæ
-
Rúta
Strákarnir þurfa að taka með kr. 2.000 fyrir máltíð á sunnudeginum, en stoppað verður í Mosó hjá KFC/Subway. Gott er að taka með sér smá nesti í rútuna suður, en það verður stoppað og borðað í Borgarnesi.
Bannað er að fara með síma eða spjaldtölvu, en leyfilegt að fara með mp3 eða Ipod spilara til að hlusta á tónlist.
Ef foreldrar vilja heyra í strákunum, geta þau hringt í farastjórana eða þjálfarana. Þetta á einnig við ef strákarnir þurfa að hringja í foreldrana, þá tala þeir við farastjórana eða þjálfarana og fá auðvitað að hringja (það koma síðar upplýsingar um farastjóra síðar).
Tékklisti:
-
Keppnisbúnaður:
-
Fótboltaskór
-
Legghlífar
-
Sokkar
-
Stuttbuxur
-
Keppnistreyja
-
KA-utanyfirgalli (ekki nauðsyn)
-
Vatnsbrúsi
-
Gisti og snyrtidót:
-
Dýna eða vindsæng
-
+ pumpa
-
Lak eða sængurver.
-
Ef vindsæng er tekin með er gott að koma með sængurver í stað laks til að að setja utan um hana til að minnka brak yfir nóttina
-
Svefnpoki eða sæng
-
Koddi
-
Tannbursti og tannkrem
-
Handklæði
-
Auka föt (bolir, buxur, sokkar og nærföt)
-
Hlý peysa
-
Húfa og vettlingar
Allur búnaður skal vera mjög vel merktur með nafni iðkanda og símanr.
Þeir sem vilja nýta inneign sendið póst á birnarunarnarsdottir@gmail.com (2003 árg) og svavar@vordur.is (2004 árg), en svo má leggja inn á eftirfarandi reikning (og muna að senda póst um millifærsluna!).
Hér eru bankaupplýsingar fyrir 2003 árg.: 0162-05-260357, kt. 490101-2330.
Hér eru bankaupplýsingar fyrir 2004 árg.: 0162-05-260454, kt. 490101-2330.
Kv. foreldraráð
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA