Stefnumót - skráning á vaktir

Sælir foreldrar/forráðamenn

Stefnumót 4. flokks kk verður haldið, eins og áður hefur komið fram, helgina 3. til 5. mars. Mótið er ansi stórt, en um 19 lið munu taka þátt. Til þess að allt gangi smurt fyrir sig þarf að manna vaktir í Boganum og Glerárskóla. Vinsamlegast skráið ykkur í skjalið á þær vaktir sem henta ykkur. Fyrir hverja vakt fær ykkar drengur kr. 4.000.

Skráning hér

Með von um góðar undirtektir :)

Kv. foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is