Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Knattspyrnu og hópeflisferð 4.fl.kk. til Egilsstaðar
Sæl öll.
Á laugardaginn 16.apríl fer 4.fl.kk. austur á Egilsstaði í knattspyrnu og hópeflisferð.
Skipulag ferðarinnar, greiðluupplýsingar og aðrar upplýsingar:
Við óskum hér með eftir farastjórum í þessa ferð.
Endilega hafið samband við Búa (s:898-7825).
(Fyrstur kemur, fyrstur fær reglan)
Laugardagurinn 16.apríl
Mæting verður kl.11.00 við K.A.-heimilið.
Strákarnir eiga að vera nestaðir í rútunni til Egilsstaða
Æfing og hópefli kl.15.30
Matur á Gistiheimilinu Egilsstöðum (Kjúklingapasta) kl.18.00
Fyrirlestur hjá Ívari Ingimarssyni fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu kl.20.00
Ívar Ingimarsson var atvinnumaður í knattspyrnu í 13 ár. Ívar spilaði á móti þeim bestu á sínum tíma s.d. Thierry Henry, Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs, Steven Gerrard, Wayne Rooney, Didier Drogba og auðvitað Eið Guðjohnsen. Ívar var í lið Reading þegar þeir slógu stigamet í Sky Bet Championship tímabilið 2005-06. Hann var talinn með betri miðvörðum í Englandi á þeim tíma.
https://en.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dvar_Ingimarsson
https://www.youtube.com/watch?v=e3Xl_GVSPfE
Frjálstími
Svefntími
Sunnudagur 17.april
Ræs kl.08.30
Morgunmatur kl.09.00
Leikur hjá liði 1 kl.11.00
Leikur hjá liði 2 kl.12.25
Leikur hjá liði 3 kl.13.50
Grill eftir leikina í boði Hattar
Brottför kl.15.30
Áætluð heimkoma kl.19.00
Greiðsluupplýsingar:
Kostnaður er 10.000kr.
Inní þessari upphæð er rúta, gisting, matur.
Greiðist inná reikning:
0162-05-260357
kt:490101-2330
Muna að setja nafn iðkenda í skýringu og senda á blinda@internet.is
Annað: Reglur og tékklisti
Bannað er að fara með síma eða spjaldtölvu, en leyfilegt að fara með mp3 eða Ipod spilara til að hlusta á tónlist.
Ef foreldrar vilja heyra í strákunum, geta þau hringt í farastjórana eða þjálfarana.
Þetta á einnig við ef strákarnir þurfa að hringja í foreldrana, þá tala þeir við farastjórana eða þjálfarana og fá auðvitað að hringja (það koma síðar upplýsingar um farastjóra síðar).
Tékklisti:
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA