Knattspyrnu og hópeflisferð 4.fl.kk. til Egilsstaðar

Sæl öll.
Á laugardaginn 16.apríl fer 4.fl.kk. austur á Egilsstaði í knattspyrnu og hópeflisferð.

Skipulag ferðarinnar, greiðluupplýsingar og aðrar upplýsingar:

Við óskum hér með eftir farastjórum í þessa ferð.
Endilega hafið samband við Búa (s:898-7825).
(Fyrstur kemur, fyrstur fær reglan)

Laugardagurinn 16.apríl

Mæting verður kl.11.00 við K.A.-heimilið.
Strákarnir eiga að vera nestaðir í rútunni til Egilsstaða
Æfing og hópefli kl.15.30
Matur á Gistiheimilinu Egilsstöðum (Kjúklingapasta) kl.18.00
Fyrirlestur hjá Ívari Ingimarssyni fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu kl.20.00
Ívar Ingimarsson var atvinnumaður í knattspyrnu í 13 ár. Ívar spilaði á móti þeim bestu á sínum tíma s.d. Thierry Henry, Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs, Steven Gerrard, Wayne Rooney, Didier Drogba og auðvitað  Eið Guðjohnsen. Ívar var í lið Reading þegar þeir slógu stigamet í Sky Bet Championship tímabilið 2005-06. Hann var talinn með betri miðvörðum í Englandi á þeim tíma. 
https://en.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dvar_Ingimarsson
https://www.youtube.com/watch?v=e3Xl_GVSPfE
Frjálstími
Svefntími

Sunnudagur 17.april

Ræs kl.08.30
Morgunmatur kl.09.00
Leikur hjá liði 1 kl.11.00
Leikur hjá liði 2 kl.12.25
Leikur hjá liði 3 kl.13.50
Grill eftir leikina í boði Hattar
Brottför kl.15.30
Áætluð heimkoma kl.19.00

Greiðsluupplýsingar:
Kostnaður er 10.000kr.
Inní þessari upphæð er rúta, gisting, matur.
Greiðist inná reikning:
0162-05-260357
kt:490101-2330
Muna að setja nafn iðkenda í skýringu og senda á blinda@internet.is

Annað: Reglur og tékklisti

Bannað er að fara með síma eða spjaldtölvu, en leyfilegt að fara með mp3 eða Ipod spilara til að hlusta á tónlist.

Ef foreldrar vilja heyra í strákunum, geta þau hringt í farastjórana eða þjálfarana.
Þetta á einnig við ef strákarnir þurfa að hringja í foreldrana, þá tala þeir við farastjórana eða þjálfarana og fá auðvitað að hringja (það koma síðar upplýsingar um farastjóra síðar).

Tékklisti:

Keppnisbúnaður:
Fótboltaskór
Legghlífar
Sokkar
Stuttbuxur
Keppnistreyja
KA-utanyfirgalli (ekki nauðsyn)
Vatnsbrúsi
Gisti og snyrtidót:
Dýna eða vindsæng
+ pumpa
Lak eða sængurver.
Ef vindsæng er tekin með er gott að koma með sængurver í stað laks til að að setja utan um hana til að minnka brak yfir nóttina
Svefnpoki eða sæng
Koddi
Tannbursti og tannkrem
Sjampó
Annar búnaður:
Handklæði
Auka föt (bolir, buxur, sokkar og nærföt)
Hlý peysa
Húfa og vettlingar
 
Allur búnaður
skal vera mjög vel merktur með nafni iðkanda, síma.
Stranglega bannað er að koma með sælgæti,peninga,GSM síma eða spjaldtölvu.
 
Kveðja Þjálfarar.
 
 

 

 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is