Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Jólabingó - bakstur
10.11.2016
Komið þið öll sæl og blessuð,
Þann 20. nóvember n.k. ætlar Yngriflokkaráð að halda jólabingó sem er aðallega hugsað til að fjármagna rútuferðirnar, en jafnframt er markmiðið að gera eitthvað skemmtilegt saman og njóta þess að tilheyra KA.
Jólabingó er gömul hefð sem var endurvakin fyrir ári og heppnaðist afar vel þá. Okkur langar að biðja ykkur foreldra í ykkar flokkum að sjá um bakstur. Viljum við skipta því þannig að stúlknaflokkar koma með eitthvað sætt s.s. rjómakökur, súkkulaðikökur, smákökur o.þ.h og drengjaflokkar komi með eitthvað ósætt s.s. kleinur, smurbrauð, brauð, ostakökur o.þ.h..
Skilafrestur er 16. nóv þ.e. miðvikudaginn næsta.
Skilafrestur er 16. nóv þ.e. miðvikudaginn næsta.
Mæta á með veitingarnar í Naustaskóla sunnudaginn 20. nóvember klukka 12.30
Einnig vantar nokkra foreldra til að starfa á bingóinu í eldhúsi, afgreiðslu o.þ.h. Ef þið getið aðstoðað megið þið senda póst á yngriflokkarad@gmail.com
Smá upplýsingar um bingóið - það hefst kl 14:00 20. nóv í Naustaskóla. Við höfum verið mjög dugleg að safna vinningum og má t.d. nefna hótelgistingu, matargjafir og -körfur og margt fleira. Því stefnir þetta í frábært bingó.
Með fyrirfram þökkum fyrir frábær viðbrögð
Yngriflokkaráð
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA