Frestaður leikur, félagsskipti upplýsingasíða foreldra á facebook.

Sæl öll.

Fyrstu íslandsmótsleikir C2 sem áttu að vera um helgina, frestast af óviðráðanlegum orsökum.
Líklega verða þessir leikir spilaðir 20.maí -21.maí.
Set tilkynningu strax og dagsetning verður klár.

Mikilvægt er að ganga frá félagsskiptum í þessari viku eða byrjun næstu, fyrir þá sem eru skráðir í önnur lið. Íslandsmótið er að fara að  byrja og það væri leiðinlegt ef einhver gæti ekki tekið þátt af því að það á eftir að ganga frá félagsskiptum. Drengirnir fengu félagsskiptablöð heim með sér fyrir mánuði síðan, aðeins einn hefur skilað félagskiptablaðinu. Hægt er að skila félagsskiptablaðinu til okkar þjálfaranna eða Siguróla Magna Sigurðssonar á skrifstofu KA.
Gunnar Berg Stefánsson ( Magni )
Hreinn Orri Óðinsson ( Samherjar )
Atli Rúnar Guðnason ( Dalvík )
Friðrik Ingi Eyfj. Þorsteinsson ( Magni )
Sindri Snær Stefánsson ( Samherjar )
Benedikt Guðbergsson ( Magni )
Bjartur Páll Brynjarsson ( Höttur )
Helgi Hrafn Jónsson ( Höttur )
Steinar Kári Orrason ( Samherjar )

Við ætlum að bjóða uppá upplýsinga facebooksíðu fyrir foreldra.
Er síðan hugsuð sem auka síða þar sem við getum komið upplýsingum fljótar á framfæri.http://fotbolti.ka.is/4-fl-karla síðan er okkar aðalsíða.
Facebook síðan er lokuð því þurfið þið að sækja um aðgang.
https://www.facebook.com/groups/1910905685802868/

Kveðja Þjálfarar.

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is