Ferðaplan til Reykjavíkur - breyttur brottfarartími

Sunnudagur: Morgunmatur, morgunkorn, súrmjólk, brauð og álegg - Leikir við Fjölni verða í Grafarvogi við Egilshöllina og byrjar fyrsti leikur kl.12:00.  þannig að lagt verður af stað frá Tónabæ í síðasta lagi kl. 11.00.  Fararstjórara verða með brauð, muffins, snúða og djús á meðan leikirnir eru í gangi  

Eftir leiki dagsins verður lagt af stað heim á leið. 

Fararstjóri verða Gunnar pabbi Ólafs Antons S: 660 9054. Egill Daði þjálfari fer einnig með hópnum.

Þá verða foreldrar sem staddir eru fyrir sunnan einnig til hjálpar.

Kostnaður vegna ferðarinnar er áætlaður um kr. 13.000,- og dregst hún frá inneign þeirra sem hana eiga. Sendur verður tölvupóstur á foreldra vegna stöðu reikninga og uppgjörs að ferð lokinni.  Minnum einnig á að skv. ákvörðun yngriflokkaráðs KA eru peningar, snjallsímar og leikjatölvur ekki heimilaðar í keppnisferðum á vegum KA.

Minnislisti:

Dýna/vindsæng - sæng/svefnpoki, lak, koddi

Hreinlætisvörur og handklæði

Keppnisföt - KA stuttbuxur, gulir sokkar, takkaskór, legghlífar - vatnsbrúsi-bakpoki - undir fótboltaföt - klæðnaður eftir veðri

Kveðja

Foreldraráð og þjálfarar



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is