Ferðaplan til Reykjavíkur - uppfært

Laugardagur: Morgunmatur, morgunkorn, súrmjólk, brauð og álegg - Spilað verður við Fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og hefst leikur A-liða kl. 13:00, B-liðið byrjar að spila kl. 14:30 og C-liðið kl. 16:00.  Fararstjórara verða með brauð, muffins, snúða og djús á meðan leikirnir eru í gangi  

Eftir leiki dagsins verður farið í mat áður en lagt verður af stað heim á leið. Ekki er búið að fastsetja hvar verður borðað, en þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefst kl. 18:30 þennan dag var verið að athuga hvort ekki væri hægt að horfa á leikinn áður en lagt verði af stað (látum inn upplýsingar um leið og þessi liður verður klár).

Fararstjórar verða þau Sigrún og Doddi foreldrar Björns Rúnars (s.862 5592), Jón Helgi pabbi Þorsteins Ágústs (s. 869 9927) og Skúli pabbi Sindra (s. 898 5550). Þjálfararnir þeir Egill Daði og Steingrímur fara einnig með hópnum.

Kostnaður vegna ferðarinnar er kr. 9.000,- og dregst hún frá inneign þeirra sem hana eiga. Sendur verður tölvupóstur á foreldra vegna stöðu reikninga og uppgjörs.  Minnum einnig á að skv. ákvörðun yngriflokkaráðs KA eru peningar, snjallsímar og leikjatölvur ekki heimilaðar í keppnisferðum á vegum KA.

Minnislisti:

Dýna/vindsæng - sæng/svefnpoki, lak, koddi

Hreinlætisvörur og handklæði

Keppnisföt - KA stuttbuxur, gulir sokkar, takkaskór, legghlífar - vatnsbrúsi-bakpoki - undir fótboltaföt - klæðnaður eftir veðri

Kveðja

Foreldraráð og þjálfarar

 

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is