Ferðaplan fyrir keppnisferðina um næstu helgi 18-19 júlí

Ferðaplan fyrir helgina

Fararstjóri verður Davíð Hafsteinsson 898-7022.
Gist verður á sama stað og síðast eða Þróttaraheimilinu.
Við ferðumst með Hópferðabílum Akureyrar.

Laugardagur
08:00 Lagt verður af stað frá KA-heimilinu. Mæting 07:30.
12:30 Borðum hádegismat í N1 Borgarnesi súpa og salatbar.
15:00 - 19:00 Spilum fótbolta við Víking. Liðin fá samloku með skinku og osti + Svala eftir leik.
20:00 BK kjúklingar: 2 kjúklingbitar franskar og sósa, hamborgari franskar sósa eða kjúklingasalat
22:00 Kvöldhressing Samloka með skinku + osti + Svali
24:00 Kominn á ró og allir sofnaðir

Sunnudagur
09:00 Ræs í morgunmat. Súrmjólk, Cheerios og brauðsneið
12:00-16:30 Spilum fótbolta við Fylki. Liðin fá samloku með skinku og osti + Svala eftir leik.
15:30 Borðað á KFC og Subway í Mosfellsbæ á leiðinni heim

Strákarnir taka með sér aukabita að narta í á leiðinni suður og eins fyrir heimferðina. Við verðum einnig með eitthvað úr kexverksmiðjunni til að gæða sér á.
Muna svefnpoka, dýnu og kodda.

Greitt verður fyrir ferðina úr ferðasjóði hvers og eins. Þeir sem eiga ekki nóg í sjóði greiða við brottför. Hægt er að fá stöðuna hjá gjaldkerum:

Jón Helgi Pétursson (Gjaldkeri eldra ár)
GSM: 896-9927
Netfang: jhp@rviv.is

Jón Hrannar Einarsson (Gjaldkeri yngra ár)
GSM: 848-7386
Netfang: jone@arcticm.is

Verð fyrir rútu, gistingu og fæði 12.000,-
Verð fyrir gistingu og fæði 5.500,-

Foreldraráð



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is