Austurfarar veðurtepptir!

UPPFÆRT!

Sæl öllsömul!

Ekkert verður af heimferð hjá austurförunum þar sem búið er að loka öllum helstu leiðum heim og verður ekki mokað fyrr en í fyrramálið.

Strákarnir munu gista aftur í nótt í íþróttahúsinu á Egilstöðum. Búið er að fara með þá í sund og munu þeir svo fara í pizzahlaðborð og í leiðinni horfa á fótboltaleik :)
Planið er að leggja af stað um kl.8 í fyrramálið en við munum setja hérna inná síðuna þegar þeir leggja af stað.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is