Arsenalskólinn 16.-20. júní

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Arsenalskólann sem fer fram 16.-20. júní á KA-svæðinu.

Skráning fer fram á www.ka-sport.is/arsenal.

Fjáröflun fyrir iðkendur KA
Iðkendum hjá KA stendur það til boða að vinna sér inn inneign sem fer upp í ferðakostnað eða keppnisgjalda í sumar. Þegar skráningu er lokið í skólann verður millifært á hvern flokk og fá foreldraráðin upplýsingar um hvað hver á háa upphæð inni. 

Þeir krakkar sem eru skráðir í KA og skrá sig í skólann fá 3000 kr inneign í ferðakostnað.
 
Við ætlum þó að gera enn betur og að bjóða 5000 kr inneign sem að iðkendur í KA sem eru skráðir í skólann geta fengið ef aðili í gegnum þá sem er utan KA skráir sig í skólann. Þegar búið er að skrá báða aðila eða þá fleiri ef það á við er sendur póstur á yngriflokkar@ka-sport.is með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn KA iðkanda: 
Nafn iðkanda utan KA:
Kennitala:
Sími:
Netfang:
Félag: 
-----
Upplýsingar um Arsenalskólann
16.-20. júní á Akureyri
23.000 kr
Æfingar 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla fimm dagana
Heitur matur í hádeginu
Létt hressing eftir seinni æfingu
Arsenal Soccer Schools bolur í gjöf

Nánari upplýsingar veitir Alli í síma 691-6456 eða adalbjorn10@ru.is.


Viðtal við Albert Guðmundsson leikmann U19 og Heereveen
Albert Guðmundsson er einn af fjölmörgum sem hefur farið í Arsenalskólann á Akureyri. Albert er samningsbundinn Heerenveen í Hollandi en hann ákvað að ganga til liðs við þá síðasta sumar eftir að hafa t.d. farið oft út til Arsenal á æfingar. 

Við spurðum Albert hvernig honum hefði fundist í skólanum og afhverju krakkar ættu að fara í skólann.

„Getum sagt að ég mæli með þessum skóla. Maður kynnist fullt af nýju fólki, bæði krökkum i skólanum og jafnvel þjálfurum. En það er ekki bara það, það er góður agi á þessu og vel haldið utan um hópinn sem maður er í. Færð topp þjálfara frá Arsenal sem er með besta unglingastarfið á Englandi. Æfingarnar voru góðar og krefjandi og var svo oftast spilað i lok dags sem var auðvitað skemmtilegast. Einnig finnst mér aðstaðan frábær í þetta, stórt æfingasvæði og nú er komið rosa gervigras líka. Svo er góð næring fyrir, milli og eftir æfinga sem er séð um fyrir okkur þannig maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu nema standa sig bara inn á vellinum.“

Þegar Albert var beðin um að koma með góð ráð fyrir unga knattaspyrnumenn sem vilja ná langt þá var efst í huga hans að gera meira en aðrir.

,,Knattspyrnuferill minn er nú svona tiltölulega ný byrjaður og það sem hefur kannski komið mér hingað þar sem ég er í dag er er bara að gera meira en hinir og er mjög kröfuharður á sjálfan mig. Og það sem ég hef lært er aðalega að smáatriðin skiptir máli! Þjálfarnir láta okkur hita upp, teygja, gera armbeygjur, sprettir osfv. Þetta telur allt í lokin. En fyrst og fremst gerðu meira en hinir!“



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is