Æfingaferð. Skipulag og annað sem hafa þarf í huga

Kristján pabbi Arons Elís á yngra ári verður fararstjóri en það vantar aðra tvo fararstjóra með honum.
Peningar, snjallsímar og leikjatölvur má ekki taka með samkvæmt ákvörðun KA.
Strákarnir eiga að taka með sér nesti fyrir suðurferðina á föstudag.
Gist verður í svefnpokaplássi Þróttheimum svo muna að taka með svefnpoka, kodda og dýnu.
Ferðin kostar 13.500,- og verður tekin af inneign. Ef ekki er til inneign mun foreldraráð hafa samband við viðkomandi foreldra eftir helgi varðandi uppgjör.

Föstudagur
Lagt verður í hann kl 16:00 föstudag frá KA heimilinu mæting 15:30
Á leiðinni suður verður kvöldmatur, Lazagnia á stað sem heitir Hraunsnef í Borgarfirði  
Kvöldhressing þegar komið verður í náttstað í Þróttheima, ávextir, kexkaka, samloka

Laugardagur
Morgunmatur, morgunkorn, súrmjólk, brauð með skinku.
Leikir við Framara á frá kl 11:00 - 15:00 (staðsetning ekki klár).
Sund eftir leik.
Kvöldmatur í Þróttheimum, heimsend pizza frá Wilsons pizza.
Bíóferð, Need For Speed í Sambíóunum Álfabakka, Salur 3 kl 20:00.

Sunnudagur
Morgunmatur, morgunkorn, súrmjólk, brauð með skinku.
Leikir við ÍA Akranesi sunnudag frá kl 11:00 - 15:00.
Matur eftir leik á Subway Akranesi, Dalbraut 1



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is