Stuð hjá stelpunum í 7. fl á Króknum (myndir)

Stuð hjá stelpunum í 7. fl á Króknum (myndir)
Silfurhafarnir í KA Bláum áttu frábært mót.

Það voru 29 stelpur úr 7. fl sem kepptu á Landsbankamótinu á Sauðárkróki. 

Stelpurnar skemmtu sér mjög vel og var góð stemmning í hópnum. Hvert lið spilaði sjö leiki og mátti sjá framfarir á milli leikja enda er stærsti hluti hópsins byrjendur. Fyrir utan fótboltann þá stóð kvöldvakan upp úr þar sem Jón Jónson og Steindi sáu um fjörið. 

Myndir frá helginni.
 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is