Flýtilyklar
Strákarnir í 6. fl flottir á Egilsstöðum
18.08.2014
Það fóru fjögur lið úr 6. fl á Pollamótið á Egilsstöðum. Strákarnir í A1 gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið.
Um er að ræða úrslitakeppni á Pollamótinu í 6. fl á Norður- og Austurlandi. Til leiks mættu fimm lið í A-styrkleika og fimm lið í B-styrkleika sem höfðu unnið sér inn keppnisrétt á þessu móti fyrr í sumar. Líkt og áður sagði áttum við fjögur lið sem er glæsilegur árangur.
Þjálfarar flokksins eru Túfa, Egill Ármann, Siguróli, Atli Sveinn og Daníel.