Flýtilyklar
Skránig á https://ka.felog.is
Ágæta KA-foreldri,
Nú fer skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fram á vefsíðunni https://ka.felog.is/. Allar nánari upplýsingar um æfingatíma o.fl. er að finna á heimasíðu yngriflokkanna: http://fotbolti.ka-sport.is/is/aefingatafla
Samherji styrkir yngriflokkana og kemur styrkurinn til lækkunar æfingagjalda. Iðkendur sumarsins fá 6.500 kr sem búið er að taka tillit til. Þeir iðkendur sem greiddu æfingagjöld í vetur fá 6.500 kr lækkun því til viðbótar, þá lækkun þarf að sækja sérstaklega um með því að senda tölvupóst á yngriflokkarad@gmail.com og munum við þá endurgreiða þá upphæð. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn og flokkur iðkanda, ásamt bankaupplýsingum sem leggja á inná.
Kær kveðja
Yngriflokkaráð KA