Flýtilyklar
26 lið í 6. og 7. fl kepptu um helgina!
Það var líf og fjör hjá krökkunum í 6. og 7. flokki um helgina en strákarnir kepptu á Sauðárkróki á meðan stelpurnar létu veðrið ekkert á sig fá á Ólafsfirði og Siglufirði.
Það er gaman að segja að á báðum mótunum þá vorum við fjölmennasta félagið. Árangurinn var einnig glæsilegur og komu krakkarnir hlaðnir verðlaunum heim til Akureyrar.
Fjöldi liða frá KA um helgina:
6. fl drengja: 7 lið
6. fl stúlkna: 5 lið
7. fl drengja: 8 lið
7. fl stúlkna: 6 lið
Það má því áætla að yfir 150 krakkar á aldrinum 6-10 ára hafi spilað fyrir hönd KA um helgina.
Þjálfarar flokkana voru mjög ánægðir með helgina bæði með frammistöðuna og hvað margir krakkar hafa bætt sig mikið í sumar.