Lokahóf yngriflokka og KA mætir Grindavík á laugardag

Lokahóf yngriflokka og KA mætir Grindavík á laugardag

Á laugardaginn fer fram lokahóf yngriflokka á Akureyrarvelli kl. 12:00 á undan stórleiks KA-Grindavíkur sem hefst kl. 14:00. Það er ljóst að ef okkar menn sigra eða gera jafntefli að við vinnum Inkasso-deildina og fáum því bikarinn afhentan í leikslok.

Á lokahófinu verður farið yfir árangur sumarsins, andlitsmálning fyrir krakkana, pylsuveisla fyrir alla ásamt fleiru. Hlökkum til að sjá sem flesta bæði iðkendur og foreldra enda stefnir í frábæran KA-dag.

KA hefur ekki átt auðvelt með að sigra Grindavík undanfarin ár en á morgun dugir jafnteflið til þess að lyfta bikarnum á heimavelli fyrir framan okkar áhorfendur! Fjölmennum á völlinn og eigum góðan KA-dag saman!!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is