Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Upplýsingar
Við þjálfarnir erum mjög ánægðir með veturinn hjá stelpunum og hlökkum til að eiga skemmtilegt sumar með stelpunum!
Vorgrillið
Það var mjög gaman að brjóta starfið upp með pylsuveislu og andlitsmálningu. Við þökkum öllum sem komu að grillinu og voru með okkur í gær fyrir góðan dag. Til að svona viðburðir eiga að ganga upp þá er þó mikilvægt að allir borgi. Upplýsingaflæðið er hérna á heimasíðunni og er mikilvægt að allir skrái sig á póstlistann þannig allir sé upplýstir þegar við gerum eitthvað skemmtilegt saman.
Myndir frá mánudeginum.
Foreldraráð
Við erum komin með flott foreldraráð og munu þau verða þjálfurunum innan handar við skipulagningu viðburða í sumar. Í ráðinu eru Hulda mamma Manúelu, Ásgeir pabbi Emelíu og
Þórhildur mamma Eddu.
Æfingar í sumar
Æfingar í sumar verða kl. 16:15-17:00 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum á KA-svæðinu. Þjálfarar verða áfram Alli, Harpa og Rakel.