Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Markmið
Á hverri æfingu á leikgleði og fjölbreytt hreyfing að vera í fyrirrúmi.
Hérna eru dæmi um markmið og er listinn ekkert tæmandi en þessi markmið ætti vonandi að lýsa hvað þjálfarinn vonast til að æfingarnar skili sér til stelpnanna. Í 8. flokk þá er mikilvægara að stelpurnar læri ákveðin viðmið og gildi sem felst í því að æfa fótbolta frekar en ákveðnar hreyfingar. Þegar þær verða eldri þá fer hægt og rólega knattspyrnuþátturinn að vega þyngra. Þegar upp er staðið skiptir þó líklega mestu máli að það sé gaman á æfingum.
Félagsleg markmið
Að stelpurnar læri að vera í hóp á æfingum.
Að stelpurnar læri að fara eftir einföldum leiðbeiningum í leikjum, æfingum og spili.
Að stelpurnar læri að hlusta vel þegar þjálfarar talar.
Að það sé gaman á æfingum.
Hreyfingar-/fótboltamarkmið
Að auka hreyfifærni og knattspyrnulega getu stelpnanna sem mest í gegnum leiki.
Tækni - t.d. knattrak með stefnubreytingum og innanfótarsendingar.