Góð byrjun

Það voru 19 stelpur sem mættu á æfinguna í dag og stóðu sig vel.

Við byrjuðum í stórfiskaleik og fórum í kjölfarið í strút. Þetta eru greinilega orkumiklar stelpur því þær hlupu útum allt og voru virkar.

Það dugði ekki minna en tvær þrautabrautir vegna fjöldans en þær enduðu báðar með skoti.

Í lokin tókum við töluspil þar sem þjálfarinn segir tölu og þá fara það margar stelpur úr hvoru liði inná og reyna að skora hjá hinu liðinu. Þetta gekk misjafnlega hjá stelpunum eins og gengur og gerist þegar nýjir leikir eru prófaðir.

Flott æfing sem gefur góð fyrirheit á framhaldið.

kv. Alli og Rakel 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is