Afhverju 8. flokkur stelpna?

Í fjölmörg ár þá hefur 8. flokkur verið blandaður hjá KA, þ.e.a.s. strákar og stelpur saman. Með undantekningum hefur hlutfall stelpna eingöngu verið um 10-20% af heildar fjöldanum. Það hlutfall er ekki einsdæmi og er það líklega svipað hjá mörgum félögum.

Fyrir um tveimur árum þá byrjuðu nokkur félög á höfuðborgasvæðinu (t.d. Breiðablik, Stjarnan og FH) með sér 8. flokk eingöngu fyrir stelpur. Þetta gerði það að verkum fleiri stelpur á leiksskóla aldri byrjuðu að æfa fótbolta. Það virðist því vera að margar stelpur njóti sín betur þegar að það eru eingöngu stelpur á æfingum.

Við vonumst því til að fleiri stelpur komi að æfa fótbolta í 8. flokk hjá KA og að við náum að búa til flottan hóp þannig að æfingarnar verði sem skemmtilegastar fyrir stelpurnar.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is